4. maí er gleðidagur-Happy day

FánamyndÍ dag er gleðidagur hér í Sunnuási fyrir okkur öll. Öll börnin geta loksins mætt í leikskólann og mörg börn hittast aftur eftir langan aðskilnað. Í tilefni af því dró Helga leikskólastjóri fánann að húni.

Today is a happy day for all of us here in Sunnuás. All children can finally attend Preschool and many children meet again after a long seperation. On the occasion of the day Princepal Helga raised the flag.

Lesa >>


Skipulagsdagur - Planningday 22.maí

fræ2Sæl öll kæru foreldrar og gleðilegt sumar ! (English below)
kærar þakkir fyrir veturinn fordæmalausa.
Skipulagsdegi sem samkvæmt leikskóladagatali átti að vera 8.maí nk verður frestað. Í samráði við Foreldraráð var ákveðið að hann yrði þess í stað: föstudaginn 22.maí (Daginn eftir Uppstigningardag, sem er frídagur)

Hello dear parents and a happy summer !
Thank you for the winter wich has been unprecedented.
The Planning day, wich according to the school calender should be on May 8, is postponed. In consultation with the parent council, it was decided that this Planning day will be postponed to: Friday May 22.
( the day after Christ´s Ascension Day, wich is a public holiday)

Lesa >>


Sumarleyfi - Summeracation 2020

4702589123 aa72c38b3c bSumarleyfi - Summervacation 2020 (English below)

Lokað verður í Sunnuási vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí til og með miðvikudeginum 5. ágúst, (20 virkir dagar). Síðasti dagur fyrir sumarleyfi er þriðjudagurinn 7. júlí. Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 6. ágúst.

Sunnuás will be closed from July.8 through August 5, (20 working days)
Last day before summervacation is Tuesday july 7.The preschool opens again Thursday August 6.

Lesa >>


Gullkorn - "Golden stories"

Gullkorn - „Golden storie“ 077
Börnin í listasmiðjunni að gera grímubúninga fyrir Öskudaginn.
Drengur á 5.ári segist vilja vera pylsa.
Kennarinn spyr: „af hverju viltu vera pylsa?“
D: “Af því besta vini mínum finnst pylsur svo góðar. Seinna þegar pylsan er næstum tilbúin spyr kennarinn: “hvað á að vera á pylsunni?”
D: “bíddu aðeins” fer inn á deild og spyr vin sinn hvað honum finnist gott að hafa á pylsunni.... Kemur svo til baka og segir hróðugur “Tómatsósa, sinnep….ekki steiktur laukur…Hrár laukur”
Hvað er þetta annað en sönn vinátta, sem vert er að varðveita 😍

*The children were in the art room making costumes for Ash Wednesday. A boy in the 5th year says he wants to be a sausage. The teacher asks, "Why do you want to be a sausage?" Because my best friend loves sausages“. Later, when the sausage is almost ready, the teacher asks: "What do you want to put on the sausage?" "Wait a moment" he goes into his class and asks his friend what he likes to have on the sausage. Then he comes back and says proudly:
„tomato sauce, mustard, not fried onion… raw onion“ 

This is really a true valuable friendship :)hjörtu

Lesa >>

 Fréttasafn

Stefna og starfsáætlun