Hagnýtar upplýsingar

  • Lyfjagjöf á leikskólatíma

    Lyf eru ekki gefin í leikskólanum nema í algjörum undantekningartilfellum. Landlæknisembættið hefur sent bréf til allra heilsugæslustöðva og barnalækna þess efnis að lyfjagjöfum til barna verði þannig háttað að þær fari ekki fram á þeim tíma dags sem barnið dvelur í leikskóla ef mögulegt er. Við biðjum foreldra að hafa þetta í huga. Ef nauðsynlegt er að barn fái lyf á leikskólatíma, hafið þá samband við leikskólastjóra. Hvert tilfelli er metið sérstaklega.

  • Slys á börnum

    Ef barn slasast í leikskólanum, höfum við tafarlaust samband við foreldra og bregðumst við hverju tilfelli fyrir sig eftir bestu vitund. Leikskólar Reykjavíkur borga fyrstu komu á slysadeild.